Edrú (1990)

engin mynd tiltækHljómsveitin Edrú var skipuð nokkrum meðlimum úr Lækjarskóla og var nokkuð öflug á tónleikasviðinu 1990, sveitin gæti þó hafa verið stofnuð nokkru fyrr.
Sveitarinnar verður líklega fyrst og fremst minnst fyrir að vera fyrsta bandið sem Páll Rósinkranz var söngvari í en ekki er kunnugt um aðra meðlimi sveitarinnar.

Edrú starfaði til áramóta 1990-91 en eftir áramótin spratt ný sveit úr henni, sem bar hið kunnuglega nafn Nirvana og var undanfari Jet Black Joe, sem Páll er þekktastur fyrir að hafa verið í. Ekki er þó ljóst hvort Nirvana innihélt að öllu leyti þá sömu og skipuðu Edrú.