Glerbrot (1991-92)

engin mynd tiltækHljómsveitin Glerbrot starfaði um eins árs tímabil og lék blúsrokk á öldurhúsum borgarinnar.

Sveitin kom fyrst fram vorið 1991 og spilaði nokkuð þá um sumarið. Meðlimir hennar voru þeir sömu og vori í blússveitinni Blúsbroti, þeir Vignir Daðason söngvari og munnhörpuleikari, Ari Daníelsson saxófónleikari, Ari Einarsson gítarleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Veigar Margeirsson hljómborðs- og trompetleikari.

Glerbrot starfaði til vorsins 1992 þegar söngvaraskipti urðu í sveitinni og nefndist hún eftir það Svartur pipar.