Hljómsveit Garðars Jóhannssonar (1967-79)

engin mynd tiltækHljómsveit Garðars Jóhannssonar var húshljómsveit í Ingólfscafé um árabil, sveitin var líklega stofnuð 1967 en elstu heimildir um hana er að finna frá því hausti. Næst kemur hún á sjónarsviðið síðla árs 1971 og allt til vorsins 1979 lék hún gömlu dansana fyrir gesti Ingólfscafé.

Björn Þorgeirsson var alla tíð söngvari sveitarinnar en undir það síðasta kom María Einarsdóttir söngkona einnig við sögu hennar en svo virðist sem hún hafi einungis leyst Björn af um tíma.

Engar upplýsingar er að finna um aðra hljómsveitarmeðlimi, en Garðar hljómsveitarstjóri mun sjálfur hafa verið harmonikkuleikari.