Hljómsveit hússins [1] (1993-96)

Hljómsveit hússins[1]

Hljómsveit hússins

Hljómsveit hússins starfaði á árunum 1992-96 en hún hafði verið stofnuð í Reykjavík af þremur félögum sem höfðu verið saman í Héraðsskólanum í Reykholti nokkru áður. Þetta voru þeir Axel Cortes bassaleikari, Jóhannes Freyr Stefánsson gítar- og munnhörpuleikari og Hjalti Jónsson trymbill. 1993 bættist söngvarinn og gítarleikarinn Bjarni Þór Sigurðsson í sveitina en hann hafði einnig verið í Reykholti.

Sveitin spilaði víða á sínum tíma á pöbbum sem og sveitaböllum, og vorið 1994 hljóðrituðu þeir félagar tvö lög, þau voru spiluð nokkuð í útvarpi veturinn eftir en annars vegar var um að ræða frumsamið lag, hins vegar ábreiðu af Lou Reed laginu Walk on the wild side.

Hljómsveit hússins fór aftur í hljóðver og hljóðritaði tvö frumsamin lög auk cover-útgáfu af Sgt Pepper‘s lonely hearts club band með Bítlunum. Annað frumsömdu laganna náði þeim merka áfanga að verða lengi í efsta sæti yfir mest leiknu lögin á vefsíðunni jon.is sem Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur haldið úti um árabil.

Baldur Sigurðarson (Ofur-Baldur) hljómborðsleikari, Hjörleifur Stefánsson söngvari og gítarleikari og Sigurvald Ívar Helgason trommuleikari komu einnig við sögu sveitarinnar, þá líklegast sem afleysingamenn.

Hljómsveit hússins hætti störfum 1996 en kom aftur saman 2002 og hefur starfað með hléum síðan.