Leggöng tunglsins (1999)

Leggöng tunglsins

Hljómsveitin Leggöng tunglsins keppti í Músíktilraunum Tónabæjar árið 1999 en sveitin var þá aðeins um mánaðargömul. Hákon Aðalsteinsson gítarleikari og söngvari, Haukur Þór Jóhannsson bassaleikari, Heimir Örn Hólmarsson trommuleikari og Björg Viggósdóttir hljómborðs- og bassaleikari skipuðu þá sveitina. Sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna.

Að Músíktilraunum loknum spiluðu Leggöng tunglsins nokkuð ört en síðar á árinu gaf sveitin út demóplötu sem bar einmitt nafn sveitarinnar. Síðar breytti sveitin um nafn, kallaði sig Lúnu, og vakti töluverða athygli.

Efni á plötum