Lifun [1] (1993-94)

engin mynd tiltækHljómsveitin Lifun starfaði í um eitt ár (1993-94) og kom út efni á tveimur safnplötum á sínum stutta ferli.

Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Björn M. Sigurjónsson söngvari, Arnold Ludwif bassaleikari, Kristján Már Hauksson gítarleikari og Sveinn Kjartansson píanóleikari, en tveir þeir síðast nefndu voru í forsvari fyrir safnplötuna Íslensk tónlist 1993 sem sveitin átti lag á, aukinheldur sem þeir héldu utan um samnefnda tónlistarhátíð í Þjórsárdalnum þetta sama sumar en þar lék sveitin einnig.

Almennt fékk framlag sveitarinnar á safnplötunni góða dóma.Lifun átti þetta sama ár lag á annari safnplötu, Blávatn en það fór minna fyrir því. Hún hætti störfum 1994.