Óli Ágústsson (1936-)

Óli Ágústsson

Óli Ágústsson

Óli Ágústsson (Óli Ágústar) (f. 1936) er af mörgum talinn fyrsti íslenski rokksöngvarinn en hann var einn ungra söngvara sem kom á sjónarsviðið upp úr miðjum sjötta áratug síðustu aldar og söng rokk, ólíkt hinum söng hann eingöngu rokk og var þess vegna auglýstur undir nafninu Óli Presley enda sérhæfði hann sig í Presleylögum, hann var einnig kallaður Óli rokk eða Óli rokkari.

Óli birtist fyrst 1956, söng einkum með hljómsveit Jose Riba í Silfurtunglinu en síðar söng hann með fleiri sveitum, líklega allt fram til 1960.

Óli lenti út af hinni beinu braut ef svo mætti segja og ekkert heyrðist til hans tengt tónlistinni fyrr en um miðjan níunda áratuginn þegar hann gaf út plötuna Heyr þú minn söng ásamt börnum sínum, undir nafninu Fjölskyldan fimm. Á þeirri plötu var að finna trúarlega tónlist en hann veitti þá Samhjálp, hvítasunnusöfnuðinum forstöðu (1977-2000), samdi m.a. alla texta á þeirri plötu og fleiri texta sem er að finna á plötum Samhjálpar. Óli Ágústsson hefur einnig fengist við þýðingar og önnur skrif.

Efni á plötum