P.O. Bernburg & orkester (1933)

Hljómsveit Poul Bernburg

Hljómsveit Poul Bernburg

P.O. Bernburg og orkester munu líklega einungis hafa leikið inn á eina plötu árið 1933 en ekki verið starfandi sem eiginleg hljómsveit.

Ekki er alveg á hreinu hverjir voru í þessari sveit en menn hafa giskað að hún hafi innihaldið Poul Otto Bernburg (eldri) sem lék á fiðlu, Tellefsen harmonikkuleikara (ekki Tollefsen eins og sums staðar segir), Jóhannes G. Jóhannesson harmonikkuleikara og Poul Bernburg (yngri), sem lék á trommur.

Poul (yngri) sagði Svavari Gests síðar að upphaflega hefði hann ekki átt að leika í upptökunni en hann mun hafa leyst hinn eiginlega trommuleikara af þegar hann datt í það. Hann er hins vegar hvergi nafngreindur.

Þetta er fyrsta plata sem gefin er út á Íslandi, sem innihélt „danstónlist”, en samdægurs var tekinn upp harmonikkuleikur Jóhanns Jósefssonar frá Ormarslóni sem kom út á tveggja laga plötu (DI 1083) á sama tíma.

Efni á plötum