Afmælisbörn 16. febrúar 2015

Björn Thoroddsen

Björn Thoroddsen

Afmælisbarnið er aðeins eitt í dag:

Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er 57 ára. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu (1982) og síðan hefur hann gefið út margar slíkar, bæði einn og í samvinnu við aðra. Hann hefur starfrækt eigin sveitir og leikið á plötum annarra, og sem dæmi um hljómsveitir sem Björn hefur leikið með má nefna Gamma, DBD, Cobra, Guitar Islancio, Kartöflumýsnar og Tríó Björns Thoroddsen en þá eru einungis fáeinar upp taldar.