Ozon [2] (1990-)

Ozon

Hljómsveitin Ozon (Ózon) starfaði á Norðfirði, upphaflega meðal nokkurra nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands þar í bæ, sveitin var líkast til stofnuð um 1990 eða 91.

Einar Ágúst Víðisson söngvari og ásláttarleikari, Viðar Guðmundsson bassaleikari, Bjarni F. Ármann gítarleikari og Marías B. Kristjánsson trommuleikari skipuðu þessa sveit, sem starfaði a.m.k. til ársins 1998 en um það leyti fór Einar Ágúst suður á bóginn til að ganga til liðs við Skítamóral og í framhaldi af því tók hann þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðarinnar og varð þar með einn af óskabörnum þjóðarinnar.

Ozon hefur margsinnis komið saman og leikið á Norðfirðingaböllum og víðar síðan, og hefur því eiginlega aldrei hætt.