Reið kona í austurbænum . eða ? (1978-79)

engin mynd tiltækHljómsveit með þessu undarlega nafni (Reið kona í austurbænum punktur eða spurningarmerki) var starfandi haustið 1978.

Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) sem sá um rödd, Kristinn H. Árnason gítarleikari, Magnús Ásmundsson klarinettuleikari og Einar Melax píanóleikari.