Donde’s band (1929-40)

Donde's band

Donde’s band

Donde‘s band (Eli Donde orkester) var reyndar ekki íslensk heldur dönsk djasshljómsveit danska fiðluleikarans Eli Donde (1911-40) sem var ráðin sem hljómsveit hússins á Hótel Borg þegar það opnaði 1930.

Sveitin spilaði um sex mánaða skeið um veturinn 1930-31 á Borginni en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um það hverjir skipuðu sveitina auk hljómsveitarstjórans en sveitin starfaði á árunum 1929 til dauðadags Dondes 1940 en hann lést af slysförum.

Eftir veru Donde‘s band á hótelinu léku einungis breskar hljómsveitir næstu árin.