Dýrlingarnir [1] (1967-68)

engin mynd tiltækHljómsveitin Dýrlingarnir (Saints) var ein sveita sem starfaði í nýstofnuðum Menntaskólanum við Hamrahlið á sjöunda áratug síðustu aldar og gekk upphaflega undir nafninu Tacton, síðan Bláa bandið, þá Dýrlingarnir og að lokum Tatarar, á þeirri leið urðu ýmsar mannabreytingar.

Svo virðist sem sveitin hafi hlotið nafnið Dýrlingarnir vorið 1967, þá voru í sveitinni Stefán Eggertsson söngvari, Árni Blandon gítarleikari, Gunnar [?] Elísson bassaleikari, Guðmundur Sigurjónsson hljómborðsleikari og Árni Þórarinsson trommuleikari en sá síðast taldi varð síðar þekktari fyrir blaðamanna- og ritstörf sín.

Dýrlingarnir störfuðu í um eitt ár undir þessu nafni en sveitin hlaut nýtt nafn, Tatarar, um vorið 1968 með mannabreytingum sem þá urðu.