Kennarabland MS (1993-94)

engin mynd tiltækKennarabland MS var hljómsveit nokkurra kennara innan Menntaskólans við Sund en hún starfaði 1993 og 94 og kom í nokkur skipti fram m.a. á kosningauppákomum R-listans fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar vorið 1994.

Meðlimir Kennarablands MS voru Ársæll Másson gítarleikari (Bambínós o.fl.), Hákon Óskarsson trompet- og básúnuleikari, Þórður Jóhannesson gítarleikari og Þorgeir Rúnar Kjartansson saxófónleikari (Júpiters o.fl.), en auk þeirra léku tveir nemar í skólanum með þeim um tíma, Hannes Pétursson trommuleikari (Reggae on ice o.fl.) og Ólafur Ágúst Haraldsson bassaleikari.

Þegar nemendurnir tveir og Þorgeir höfðu yfirgefið sveitina lék Ásgeir Guðjónsson (Opus o.fl.) með henni um tíma áður en hún hætti.