Júdó & Stefán (1993-2005)

Júdó & Stefán

Júdó & Stefán

Tvíeykið Júdó & Stefán birtist öðru hverju á árunum 1993-2005 en starfaði ekki samfleytt.

Það voru þeir félagar, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hilmarsson söngvari sem skemmtu stundum undir þessu nafni á árshátíðum og þess konar skemmtunum, með sönglaga prógrammi sínu.

Þeir Jón og Stefán hafa oft starfað saman fyrr og síðar á tónlistarlegum vettvangi.