Pavel Lisitsian (1911-2004)

Pavel Lisitsian

Pavel Lisitsian

Pavel Lisitsian (f. 1911) var sovéskur baritónsöngvari sem kom hingað til lands til tónleikahalds í maímánuði 1953 en hann hélt hér tónleika í Austurbæjarbíóið og víða á kynningarviku MÍR (Menningartengsl Íslands og Rússlands). Ríkisútvarpið tók tónleikana í Austurbæjarbíói upp á stálþráð og lék upptökurnar í dagskrá sinni í lok mánaðarins.

Áður en Lisitsian hélt af landi brott söng hann tvö lög inn á plötu sem síðan var gefin út af Tage Ammendrup hjá Íslenskum tónum um haustið 1953. Fyrra lag plötunnar var armenskt en hitt var Rósin eftir Árna Thorsteinsson tónskáld.

Lisitsian var þekktur söngvari og starfaði við Bolsoj leikhúsið í Moskvu lengi vel. Hann lést 2004.

Efni á plötum