Pegasus (1993)

Pegasus

Pegasus

Hljómsveitin Pegasus frá Akranesi starfaði 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar.

Meðlimir Pegasusar voru Einar Harðarson gítarleikari, Gunnar S. Hervarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Þorgrímsson bassaleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari og Svanfríður Gísladóttir söngkona.

Sveitin lék eins kona nýbylgjupopp og komst í úrslit keppninnar án þess þó að gera þar einhverjar rósir.

Ekki er að sjá að Pegasus hafi starfað lengi eftir Músíktilraunir.