Afmælisbörn 1. júní 2016

Snorri Helgason

Snorri Helgason

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Jón Örn Arnarson trommuleikari Jet Black Joe og Ensíma er fjörutíu og tveggja í dag. Jón Örn var nokkuð áberandi á tíunda áratugnum með sveitunum tveimur, fyrst með Jet Black Joe og síðan Ensími en báðar sveitirnar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Síðar var Jón Örn í hljómsveitinni Plast.

Jón Jósep Snæbjörnsson söngvari (Jónsi í Í svörtum fötum) er þrjátíu og níu ára. Í svörtum fötum var feikilega vinsæl um og eftir aldamótin og um svipað leyti fór Jónsi sem fulltrúi Íslands í Eurovision til Istanbul með lagið Heaven. Hann söng einnig nokkuð í uppfærslum á söngleikjum um þetta leyti og gaf út sólóplötuna Jónsi árið 2005.

Snorri Helgason áður kenndur við Sprengjuhöllina en síðar sólóisti er þrjátíu og tveggja ára gamall í dag. Snorri varð landsþekktur með hljómsveit sinni, Sprengjuhöllinni, sem gaf út tvær plötur á sínum tíma en eftir að sú sveit leið undir lok hneigðist Snorri meir í átt að þjóðlagatónlist og hefur gefið út þrjár sólóplötur í þeim dúrnum, sem allar hafa hlotið ágætar viðtökur. Lagið Einsemd með Snorra nýtur þessa dagana nokkurra vinsælda.