Afmælisbörn 18. ágúst 2016

Þórður Árnason

Þórður Árnason

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni:

Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og fjögurra ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjömörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn, Stóla og Þursaflokkinn svo einungis fáeinar séu hér upp taldar. Þórður hefur ennfremur leikið inn á fleiri plötur íslenskra tónlistarmanna en tölu verður fest á.

Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er tuttugu og níu ára gamall en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu tónlistarmönnum landsins s.s. Júlíus Meyvant, Of monsters and men, Amabadama og Agent fresco.

Að síðustu er hér nefndur tónskáldið Salómon Heiðar (1889-1957) en hann var einnig organisti og kórstjórnandi. Hann var til að mynda organisti og stjórnandi Kórs Aðventkirkjunnar um árabil, einn af stofnendum Karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði og starfaði einnig fyrir Karlakór Reykjavíkur. Salómon samdi einkum lög fyrir karlakóra og kom út plata með tuttugu og átta lögum eftir hann árið 2005.