Iceband (1975-76)

iceband

Iceband

Hljómsveitin Iceband var sett saman sérstaklega fyrir uppákomur tengdar lagasmíðum Alberts R. Aðalsteinssonar (Alberts Icefield) sem þá hugði að sólóplötuútgáfu. Sú plata kom reyndar aldrei út.

Sveitin hélt nokkra tónleika veturinn 1975-76 en henni var aldrei ætlað að starfa til langframa.

Meðlimir Iceband voru Tómas M. Tómasson bassaleikari, Birgir Hrafnsson gítarleikari og Sigurður Karlsson trommuleikari sem allir störfuðu á þeim tíma með Change, Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari og Albert sjálfur sem söng og lék á gítar. Kristján Guðmundsson tók síðan við af Nikulási.

Iceband gekk einnig undir nafninu Icefield & company.