Ingibjartur Bjarnason (1921-81)

ingibjartur-bjarnason1

Ingibjartur Bjarnason

Ingibjartur Bjarnason (f. 1921) var alþýðumaður sem hafði mikinn áhuga á söng og lét draum sinn rætast um plötuútgáfu.

Ingibjartur fæddist í Dýrafirðinum en ólst upp í Borgarfirði, hann bjó þó lengst af í Ölfusinu, var bústjóri við Hlíðardalsskóla, starfaði við dvalarheimilið Ás í Hveragerði og síðan til æviloka við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.

Hann hafði sungið með nemendakór Hlíðardalsskóla, sungið þar einsöng sem og með kirkjukór Ölfushrepps, auk þess sem hann annaðist kvöldvökur við heilsuhælið þar sem hann starfaði en þar var söngur áberandi.

Ingibjartur gaf út eina breiðskífu sem hafði að geyma nítján íslensk sönglög, hann annaðist sjálfur útgáfuþáttinn en Selma Kaldalóns og Guðrún Kristinsdóttir sáu um undirleikinn í upptökunum sem fór fram í Hafnarfirði og Hveragerði.

Ingibjartur lést 1981 eftir erfið veikindi en hann var þá sextugur.

Efni á plötum