Dökkhærð og dimm

Dökkhærð og dimm
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Kristján Hreinsson)

Ég geng um þennan veg,
dagurinn líður.
Áfram ferðast ég,
náttmyrkrið bíður.

Þú ert ein
og augun þín stara á mig.
Þú ert ein,
ég þrái að festast við þig.

Nóttin er dökkhærð og dimm,
dásamleg, fögur og grimm…

Lífið er sá dans
sem vonina vekur,
taktfastur vals
sem draumana tekur.

Þú ert ein,
augun þín stara á mig.
Þú ert ein,
ég þrái að festast við þig.

Nóttin er dökkhærð og dimm,
dásamleg, fögur og grimm…
Nóttin er dökkhærð og dimm,
dásamleg, fögur og grimm…

Þú ert ein,
starir á mig.
Þú ert ein,
ég þrái að festast við þig.

Ég geng um þennan veg,
dagurinn líður.
Áfram ferðast ég,
náttmyrkrið bíður.

Þú ert ein,
augun þín stara á mig.
Þú ert ein,
ég þrái að festast við þig.

Nóttin er dökkhærð og dimm,
dásamleg, fögur og grimm…

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]