Donna donna

Donna Donna
(Lag / texti: Donovan / Valur Óskarsson)

Ungur kálfur einn í kerru
er á leiðinni á markaðinn.
Hátt í lofti sér hann svölu
svífa frjálsa um himininn.

viðlag
Napur vindur hlær og hlær
og hamast villt og ótt,
hlær og hlær í heilan dag
og hálfa sumarnótt.
Donna Donna…

Hætt’ að kvarta, hvæsir bóndinn,
kálfur eru með band um háls.
Af hverju hefurðu ekki vængi
eins og svalan svo stolt og frjáls?

viðlag

Saklaus kálfur svo var drepinn,
sjálfur dauðinn hann ungan fann.
Samt hann ætíð unni frelsi
eins og svalan sem fljúga kann.

viðlag