Dönsum, dönsum kringum tréð

Dönsum, dönsum kringum tréð
(Lag / texti: erlent lag / Þorgeir Ástvaldsson)

Íbúðin er öll á rúi og stúi,
rétt eins og jólasveinar hér búi.
Svo er þó ekki, því það er svo fjölmargt
sem á jólunum þykir svo þarft.
Pabbi, hann borar, skrúfar og sagar,
krakkanna borð og stóla hann lagar.
Þau alltaf hjálpa og brosa svo breitt
en litli bróðir hann skilur ekki neitt.
Og spennt við bíðum,
takið til hendi,
senn við kveikjum kertunum á.
Allt er svo frítt,
öllu drasli ég hendi,
hreint er þar og hvergi rykkorn að sjá.
Þannig skal vera jólunum á.

viðlag
Og þá við dönsum, dönsum, dönsum kringum tréð.
Og þá við syngjum, syngjum, syngjum kringum tréð
Og senn hann Sveinki kemur og okkur skemmtir hér.
Hvar er hann nú?

Getur það nú elsku besti jólasveinn,
ó, komdu fljótt.

Stundum er komin í stofum hlýjum,
stór og smá, krakkar glöð í fötum nýjum.
Hvort það verður Hurðaskellir eða Stúfur?
Út um gluggann sé ég bærast rauðar húfur.
En hvar er pabbi?
Hann brá sér út í bílskúr
eða eftir matinn kannski fékk sér lúr.
Við skulum finna hann, hann verður svo leiður,
fái hann ekki Sveinka að sjá.
Saman öllum verðum jólunum á.
Ekki veit ég hvað dvelur hann pabba,
nema hann hafi farið eitthvað út að labba.
Hann lætur okkur varla lengur bíða.
Mikið skelfing er tíminn lengi að líða.
Klukkur hringja,
nú við kveikjum kertunum á.
Við jólatréð við bíðum eftir Sveinka,
við hlökkum til að fá hann að sjá..
Þannig skal vera jólunum á.

viðlag

Krakkar heyrið! Þarna er bankað, víst ég veit hann kominn er.
Hurðarskellir er þá kominn eftir þessa löngu bið.
Hæ, hér er ég.

viðlag

[á plötunni Barnagælur: Jólasveinar einn og átta – ýmsir]