Draumurinn lifir

Draumurinn lifir
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Kristján Hreinsson)

Glaðleg kona
fagnar sigri stutta stund.
Dauðinn heimtar annan fund.
Svartur skuggi
læsir krumlu í þitt hold,
hjartað geymt í kaldri mold.

Þú lifðir hér
og áttir von sem hafði vængi.
Og vonin er
í dag eitt lítið, fallegt barn.

viðlag
Draumurinn lifir,
draumurinn lifir,
draumurinn lifir
og barnið þitt mun skynja það.
Draumurinn lifir,
draumurinn lifir,
draumurinn er
um betra líf á betri stað.

Heitur hlátur,
þú sem alltaf varst svo glöð.
Fölar rósir, fallin blöð.
Litlar myndir.
Ískalt haust og fagurt vor.
Hérna lágu okkar spor.

Þú lifðir hér
og áttir von sem hafði vængi.
Og vonin er
í dag eitt lítið, fallegt barn.

viðlag

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]