Drottningin vonda

Drottningin vonda
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Drottningin vonda á líf mitt, hjarta og huga,
í heljargreipum hennar dagurinn frýs,
hún kemur á nóttinni og nístir mig kaldan,
nálægð hennar breytir öllu í ís.

Í klakahöllinni þylur þulurnar sínar,
kaldur þeyr af orðum kælir mitt blóð,
vakinn og sofinn hugsa bara um hana,
hvítir fingur gæla við minning glóð.

Drottningin vonda dansar dansana sína,
enginn fær truflað hennar kaldlynda geð,
með fegurðargöldrum truflar glóruna mína,
í gleði hennar er ég dauðvona peð.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]