Ég er að baka

Ég er að baka
(Lag / texti: E. Schaumann, B. Bower / Ómar Ragnarsson)

Ég er að baka, baka í form
í nokkrar beyglaðar dollur ég hræri í með dívangorm.
Hér ég baka mitt brauð og syng,
ég sæki deigið mitt í dálítinn moldarbing.
Ég baka tertu með brúnan koll
og þess vegna sit ég við svolítinn drullupoll.
Í honum heilmikið drullumall
hræri ég fyrir minn kall.
Þú mátt sjá en farðu svo frá því ég er að baka.

Ég er að elda, elda mat
og ég elda í potti sem er eldgamalt vaskafat.
Ég hræri með spýtu minn spónamat
en það er frat að það er í fatinu svolítið gat.
En ég elda fyrir því,
ég set stöppu í pottinn og stein set svo gatið í.
Og seinna ef ég eignast mann
þá elda ég svona fyrir hann,
þú mátt sjá en farðu svo frá því ég er að elda.

Ertu að baka? A-ha-ha.
Þetta finnst mér nú alveg fáránleg vitleysa.
Er það nú kaka A-ha-ha-ha
og er það nú pottur og er það nú eldamaskína.
En ég elda fyrir því,
ég set stöppu í pottinn og stein set svo gatið í.
Og seinna ef ég eignast hann
þá elda ég svona fyrir hann.
Þú mátt sjá en farðu svo frá því ég er að elda.

[m.a. á plötunni Ómar Ragnarsson – Fjögur ný barnalög]