Ég var þar

Ég var þar
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Úr rauðu skýi kom regnið um nótt.
Og himnastigi sem klifum aðeins við.
Þetta þold’enga bið.
Hvert var markmiðið..
…að deyða — búið spil?

Það situr efi í huganum enn.
Og þó ég gefi mig fram er óvíst hvað
verður úr eftir það.
Fæst er fullkomnað.
Það urðu vatnaskil.

viðlag
Má vera að ég haf’ekki reynt.
En ef til vill er ekki of seint
að segja’eins og er.
Veistu, ég var þar.
En hafði ekki hugmynd um þig.
Veit þó að
þú ein færð skilið mig.

Ófeigur tengill, en galt fyrir hvað?
Ófleygur engill með ótal spurningar.
Blendnar tilfinningar.
En allt sem áður var
er liðið — búið spil.

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]