Hver gerði Gerði?

Hver gerði Gerði?
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

viðlag
Hver gerði Gerði grikk í sumar?
Hver gerði Gerði bommsí bommsí bomm?
Hví er hún svona þykk í sumar?
Það er af því að hún er bommsí bommsí bomm.
Sýn mér þann mann og seg mér hver er hann,
sá skal fá að borga meðlagið.

Þegar pabbi spyr hvaða beinvítis þorpari var það
verður veslings Gerður voða spæld
og þegar mamma segir; Segja mömmu,
veslings Gerður bara þegir,
ég veit að hún á voðalega bágt.

viðlag

Var það Steini Té eða var það
kannski bara Helgi Pé
sem gerði henni Gerði þetta spé
eða var það Ágúst
einhvern tíma þegar bæði sátu á þúst
eða var það Gunni á hækjunni.

Pabbi segir ljótt,
pabbi segir voða voðalega ljótt,
pabbi skammar Gerði dag og nótt.
En veslings mamma skælir,
volar og dæsir, snýtir sér og vælir
því mamma á líka voðalega bágt.

viðlag

[á plötunni Ríó tríó – … það skánar varla úr þessu]