Hvert sem er

Hvert sem er
(Lag / texti: erlent lag / Kristján Hreinsson)

Dagurinn raular lítið lag,
ljósið fer að hafinu og deyr.
Nóttin færir þér nýjan dag,
núna elska ég þig meir og meir.

Vindurinn er frjáls og hann flýgur hjá,
fýkur yfir skjólið sem hjartað á.
(En) þrá mín er heit, þannig er ég
því ég elska um allan æviveg.

Hvert sem er,
hvert sem er
haltu áfram og ég mun fylgja þér.

Snjónum heldur sér svo fast í himininn,
heiðloftið er ískalt eins og vindurinn.
Snjórinn leikur sér, snjórinn fellur á mig,
snjórinn dansar fyrir þig.

Um fjöllin háu þú ferð, um djúpin svo dimm,
daga eða nætur, gegnum örlögin grimm.
Þá máttu vita að þarna verð ég
því ég elska (þig ég elska) um allan (um allan) æviveg.

Hvert sem er…

Hvert sem er…

Snjórinn heldur sér svo fast í himininn…

Hvert sem er…

[á plötunni Íslensku dívurnar – Frostrósir]