Laus og liðugur

Laus og liðugur
(Lag / texti: Jónatan Ólafsson / Númi Þorbergsson)

Sigurður er sjómaður,
sannur Vesturbæingur,
alltaf fer hann upplagður
út að skemmta sér.

Dansar hann við dömurnar,
dásamaður alls staðar
með ungar jafnt sem aldraðar
út á gólfið fer.

Í vínarkrus og vals og ræl,
hann vindur sér á tá og hæl,
þolir ekki vol né væl,
vaskur maður er.

Kátur syngur Sigurður:
„Svona er að vera einhleypur,
alltaf laus og liðugur,
líkar þetta mér”.

[m.a. á plötunni Óskalög sjómanna – ýmsir]