Rennur sól

Rennur sól
(Lag / texti: erlent lag / höfundur ókunnur)

Rennur sól við hafsbrún á Raufarhöfn,
roða slær á granda og sker.
Sigla sjómen inn, með síld af kaldri strönd.
Það slær roða á Raufarhöfn.

Heimurinn á til bæði harm og grín,
hjúfraðu þig betur að mér.
Þessi síld og salt, er aðeins sút án þín.
Segðu já, þú ert stúlkan mín.

Rökkva tekur bráðum á Raufarhöfn,
rennur allt til loka sitt skeið.
Geyma hjörtu þó, mörg séu heilög nöfn.
Það slær roða á Raufarhöfn.
Geyma hjörtu þó, mörg séu heilög nöfn.
Það slær roða á Raufarhöfn.

[Þessi texti er sunginn við lagið Nótt í Moskvu]