Tár eru tár

Tár eru tár
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Þú getur hallað þér undan og haldið að þér
höndum og þóst ekki þekkja mig.
Hreiðrað svo um þig á bak við litað gler.
Og undir farða svo geturðu falið það sem
fýsir þig ekki að bera‘ á torg.
Samt er það eitt sem þú aldrei felur:
Brothættar tilfinningar.

viðlag
Tár eru tár — sár eru sár.
Það gildir einu hvort er; gleði eða sorg.
Tár eru tár, og verða‘ um ókomin ár.
Þrátt fyrir dulbúið þel, streyma þau og þú heldur þeim ekki inni.

Þú getur sveipað þig alla í silkiklæði,
safíra borið á fingrum þér,
setið og látið sem ekkert ami að.
En þó að allt sé með felldu á yfirborði,
andlitið fagurt og gallalaust,
þá eru þó hinir breysku kenndir
alltaf samar við sig.

viðlag

[m.a. á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sálin hans Jóns míns]