Það er komið sumar

Það er komið sumar
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Nú ertu kominn út úr þinni skel,
kominn úr felum og það er vel.
Þú sérð að aðrir koma fram við þig,
alveg eins og þú við þá.

Þú hefur látið aðra græta þig,
það er von þú viljir bæta þig.
Kominn tími til að lifna við
og lifa sumarið.

viðlag
Því það er komið sumar,
sól í heiði skín.
Vetur burtu farinn,
tilveran er fín.
Teygðu bara upp hendur
sólskinið í,
því að sumarið er komið enn á ný.

Sjáðu allar sætu stelpurnar,
hvað þær punta upp á göturnar.
Stefnir virkilega ekkert hjá
þér, vinur, upp á við?

Ekki láta aðra svekkja þig,
það verður hver og einn að hugsa um sjálfan sig.
Kominn er tími til að lifna við
og lifa sumarið.

viðlag

[m.a. á plötunni Mannakorn – Í ljúfum leik]