Útlagar [2] (1969-79)

Útlagar

Þjóðlagadúóið Útlagar starfaði um nokkurra mánaða skeið 1969-70 og kom fram í fáein skipti opinberlega.

Það voru þeir Sverrir Ólafsson kontrabassaleikari og Moody Magnússon gítarleikari sem mynduðu Útlaga í árslok 1969 og komu síðan fyrst fram á þrettándagleði í upphafi ársins 1970, þeir félagar sungu báðir.

Útlagar voru reyndar einnig sagðir vera þjóðlagatríó en hvergi finnast upplýsingar um þriðja aðila. Þó er ekki loku fyrir skotið að það hafi verið Árni Johnsen en hann mun hafa fundið upp á nafninu Útlagar. Síðar þetta sama ár (1970) starfræktu þeir Sverrir og Moody þjóðlagatríóið Þrír undir sama hatti ásamt Herði Torfasyni, svo hann gæti allt eins hafa verið sá þriðji í Útlögum.