Þ.Ó. kvintettinn (1950-51)

Þ.Ó. kvintettinn

Litlar upplýsingar er að hafa um Þ.Ó. kvintettinn sem starfaði um miðja síðustu öld.

Kvintettinn var kenndur við Þórarin Óskarsson básúnuleikara en aðrir meðlimir hans voru Guðni Guðnason harmonikku- og trommuleikari, Höskuldur Þórhallsson trommu- og trompetleikari, Bragi Einarsson saxófón- og klarinettuleikari og Árni Ísleifsson píanóleikari. Snemma árs 1951 höfðu Guðmundur Norðdahl [?], Sigurgeir Björgvinsson trommuleikari og Magnús Pétursson píanóleikari tekið sæti þeirra Guðna, Braga og Árna. Karl Lilliendahl gítarleikari lék einnig með sveitinni um tíma.

Ekki liggur fyrir hvenær nákvæmlega Þ.Ó. kvintettinn starfaði eða hversu lengi, líklega var það þó frá sumrinu 1950 og fram á vorið 1951.