Þorgils (1991)

Hljómsveitin Þorgils var skammlíft verkefni í kringum útgáfu plötu Gísla Helgasonar, Heimur handa þér, sem hann sendi frá sér haustið 1991.

Þorgils var notuð til kynningar á plötunni en meðlimir hennar voru Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari, Þórir Baldursson hljómborðsleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari auk Gísla, sem líkast til lék á hin ýmsu hljóðfæri. Eyjólfur Kristinsson og Anna Pálína Árnadóttir sáu um sönginn.