Þórdís og Hanna María Karlsdætur (1967)

Þórdís og Hanna María Karlsdætur

Systurnar Þórdís og Hanna María Karlsdóttir skemmtu með söng víða um suðvesturhorn landsins árið 1967, stundum við undirleik hljómsveita en oftar við eigin undirleik á gítar.

Þær systur komu úr Keflavík og voru aðeins tuttugu og eins og átján ára gamlar en ekki varð meira úr afrekum þeirra á tónlistarsviðinu, Hanna María varð þó síðar mun þekktari sem leikkona og hefur sungið inn á fjölda platna með tónlist úr leikhúsinu.

.