Óðmenn [2] (1970)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á Blönduósi árið 1970 undir nafninu Óðmenn, um sama leyti og sveit með sama nafn naut vinsælda sunnan heiða.

Þessi sveit virðist hafa leikið balltónlist og kom m.a. fram á Húnavöku um vorið. Allar upplýsingar varðandi hina húnversku Óðmenn eru vel þegnar.