Gilsbakkaþula

Gilsbakkaþula
(Lag / texti: þjóðlag / Kolbeinn Þorsteinsson)

Kátt er á jólunum,
kátt er á jólunum,
koma þau senn,
koma þau senn,
þá munu upp líta Gilsbakkamenn,
þá munu upp líta Gilsbakkamenn.

Úti sjá þeir stúlku,
úti sjá þeir stúlku
sem um talað varð,
sem um talað varð:
„Það sé ég hér ríður Guðrún mín í garð,
það sé ég hér ríður Guðrún mín í garð.

Kom þú sæl og blessuð,
kom þú sæl og blessuð,
keifaðu inn,
keifaðu inn,
kannske þú sjáir hann afa þinn,
kannske þú sjáir hann afa þinn.

Kannske þú sjáir ,
kannske þú sjáir
afa og ömmu hjá
afa og ömmu hjá
þínar fjórar systur og bræðurna þrjá,
þínar fjórar systur og bræðurna þrjá.“

Jón fer að skenkja,
Jón fer að skenkja,
ekki er það spé,
ekki er það spé;
sýrópið, mjólkina, sykur og te,
sýrópið, mjólkina, sykur og te.

Glösin og skálarnar,
glösin og skálarnar
ganga um kring,
ganga um kring,
gaman er að koma á svoddan þing,
gaman er að koma á svoddan þing.

Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel,
lifið þið vel.

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Hátíð fer að höndum ein]