Tilfelli (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972.

Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari [?], Gunnar Tryggvason gítarleikari [?], Sævar Benediktsson bassaleikari [?], Júlíus Fossberg trommuleikari [?] og Stefán Baldvinsson [?]. Ekki er kunnugt um mannabreytingar í sveitinni.