Afmælisbörn 26. janúar 2018

Halldór Sölvi Hrafnsson

Tvö afmælisbörn koma  við sögu Glatkistunnar á þessum degi:

Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara.

Þá á Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari einnig afmæli á þessum degi en hann er fjörutíu og níu ára gamall. Halldór hefur leikið með hljómsveitum á borð við Soma, sem þekktust var fyrir lagið Grandi Vogar II, en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Glimmer og Yesminis pestis.