Tríó Eyþórs Gunnarssonar (1987-)

Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, oftast kenndur við Mezzoforte, hefur starfrækt djasstríó með hléum allt frá árinu 1987.

Eins og djasstríóum er tamt er skipan meðlima þess nokkuð á reiki, í upphafi voru með Eyþóri í tríóinu þeir Tómas R. Einarsson bassaleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari en Matthías M.D. Hemstock hefur oftar en ekki leikið á trommur hin síðari ár, Þórður Högnason, Þorgrímur Jónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson hafa einnig plokkað bassann og e.t.v. hafa fleiri komið við sögu tríósins.

Tríó Eyþórs Gunnarssonar poppar reglulega upp hvort heldur sem er tengt djasshátíðum eða stökum viðburðum.