Tríó Guðjóns Matthíassonar (1956-76)

Tríó Guðjóns Matthíassonar 1960

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil sem léku gömlu dansana, meðal þeirra voru nokkur tríó í hans nafni.

Hið fyrsta var að öllum líkindum í kringum 1956, Guðjón og Haraldur Magnússon sem einnig var harmonikkuleikari höfðu leikið saman á harmonikkuböllum og þegar þeir bættu við sig trommuleikara [nafn hans liggur ekki fyrir] var komið tríó sem starfaði í um tvö ár, líklega til ársins 1958.

Næsta tríó starfrækti Guðjón á árunum 1960-62 og lék það einkum í Keflavík, Magnús Guðjónsson píanó- og harmonikkuleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari skipuðu tríóið og Erlingur Einarsson tók síðar við af Gunnari.

Á árunum 1975 og 76 starfrækti Guðjón enn eitt gömlu dansa tríóið á höfuðborgarsvæðinu en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu það með honum.