Tríó Jennýjar (1993)

Jenný Gunnarsdóttir djasssöngkona starfrækti sumarið 1993 Tríó Jennýjar en auk hennar voru í tríóinu Arnold Ludwig bassaleikari og Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari.

Tríó Jennýjar virðist hafa verið skammlíft.