Tríó Rabba Sveins (1961 / 1991-97)

Rafn Sveinsson (Rabbi Sveins) trommuleikari á Akureyri lék með fjöldanum öllum af hljómsveitum nyrðra og starfrækti einnig eigin sveit, Tríó Rabba Sveins.

Rafn var með hljómsveit árið 1961 sem auglýst var sem Tríó Rabba Sveins en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar sveitar frekar en tríóið sem hann starfrækti á árunum 1991 til 97. Allar upplýsingar um þau óskast því sendar Glatkistunni.