Ég bíð þín

Ég bíð þín
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðrún Sighvatsdóttir)

Alltaf heyri ég enduróma þau óma orðin þín
er þú spurðir mig viltu bíða, já viltu bíða mín,
síðan hvarfstu og ég sit ein og sakna,
sakna þess að mega sofna og vakna
við hliðina á þér,
að hafa þig hér
hvern dag, hverja nótt,
ég vænti þín fljótt.

Minningarnar ylja meðan já, meðan að ég bíð
í mínu hjarta og minni sálu mestar þrautir líð,
efst í mínum hugarheimi
helga mynd af þér ég geymi,
ég bíð þín, já ég bíð þín,
bíð eftir þér.

Efst í mínum litla hugarheimi
helga mynd af þér og mér ég geymi,
ég bíð þín, já ég bíð þín,
bíð eftir þér.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]