Ég sópa

Ég sópa
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Í morgunsárið byrjar fárið,
fjári er oft vont að vera til.
Magasárið, þensluárið,
þú á hendi hefur vonlaus spil.
Er ég kannski fasisti,
spindilkúlunasisti, níðingur
og nastíheitagaur?
Nei, ég sópa bílaverkstæði
og á því aldrei nokkurn tímann aur.

Ég fer og brauð gef öndunum
með smurolíu á höndunum
á sunnudögum, þjóðin öll er þyrst.
Menn spóka sig á ströndunum
í sólolíulöndunum.
Ég lærði aldrei djúddíbúkk né tvist.
Enda forn í skapi og fæddur
löngu, löngu, löngu fyrir Krist.

Er ég kannski fasisti,
spindilkúlunasisti, níðingur
og nastíheitagaur?
Nei, ég sópa bílaverkstæði
og á því aldrei nokkurn tímann aur.

Ég þekki strák sem ber út Þjóðviljann
í betri hluta bæjarins.
Hann gefur stundum frat
í fínar ríkar kerlingar
sem í verki sýna velviljann
og gauka að honum mat.
Er hann kannski fasisti,
kommúnisti, rasisti, níðingur
og nastíheitagaur?
Nei, hann sópar allskyns verkstæði
og á því aldrei nokkurn tímann aur.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]