Komdu

Komdu
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)
 
Komdu, nú er fjör því fólkið er hér.
Allt í stuði, enginn þungur,
nú er gott að vera ungur, ó já.

Komdu, hópurinn er alveg ær hér,
æðir upp um borð og bekki,
boðorðin nú gilda ekki, ó nei.

Komdu nú, alveg fram á dag dönsum,
mig dregur enginn gólfinu af.
Þó það hneyksli afa og ömmu
þau óska þess í laumi að vera með.

Komdu, vertu ekki við mig feiminn.
Máninn gægist inn um gluggann.
Við getum fundið dýpsta skuggann.

Komdu, óskum bæði að nóttin
endi aldrei. Sjá tíminn líður.
Enn er margt sem okkar bíður.

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Eina ósk]