Kox í lögfræði

Kox í lögfræði
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ef ég koxa á lögfræðideildinni
ég gerist bara prestur.
Læt mig hverfa úr þéttbýlisheildinni
og læðist bara vestur.
Þar er nóg að garfa fyrir gúbba,
gúbba eins og mig.
Þar er nóg að starfa fyrir gellur,
gellur eins og þig.

Ég er með pungapróf í sálfræði
og kannski má fá eitthvað út á það.
Svo hef ég hálfa önn í hagfræði
og eitthvað má negla út á það.

Þú yrðir yfirstéttarlíknarmálaskrúnka,
ávallt skemmtileg og næs.
Og sóknarnefndarformannsfrúin
byði okkur í brennivín og gæs.
Ef ég koxa á lögfræðideildinni
ég gerist bara sáli.
Læt mig hverfa úr menningarheildinni
og nærist bara á káli.
Kúltúrnum ég hampa myndi
í lopapeysu ljúfur alltaf, hæ.
Af nefndarstarfabitlingum
ég myndi „bösta“ hérað, sveit og bæ.

Svo kemur leikstjórinn að sunnan
og hann gistir kannski prestsetrinu á.
Þar fengju bældar hvatir eflaust útrás,
ástin mín og aldrei dregið frá.

En ég lafi í lögfræðideildinni
þá fer ég bara að rukka.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]